Treyjur og númer.

Eftirfarandi var samþykkt á síðasta stjórnarfundi ÍHÍ og kemur sem 3. liður í reglugerð númer 12:

Í upphafi leiktíðar skal leikmaður velja sér númer á keppnistreyju sína og halda því á meðan á keppnistímabili stendur.

Nú þegar "danska kerfið" verður tekið  í notkun er mikilvægt að leikmenn reyni eins og hægt er að nota sífellt sama númerið. Það gerir þeim sem horfa á miklu auðveldara að fylgjast með hver er hvað.