Töskur ofl.

Um komandi helgi verður leikur Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar í Egilshöll. Þeir leikmenn liðanna sem tóku þátt í U20 ferð landsliðsins til Tyrklands eru beðnir að skila þeim eignum sem ÍHÍ á hjá þeim. Um er að ræða mestmegnis töskur og hlaupagalla. Vinsamlegast sjáið til þess að hlaupagallarnir séu hreinir þegar þeim er skilað.

HH