Tölfræðin.

Það er alltaf gaman að geta kíkt svolítið á tölfræðina sem er í gangi og fyrir þá sem ekki hafa rekið augun í hana þá er nokkuð af henni á vef Alþjóða íshokkísambandsins. Byrjum á markmönnunum en þar trónir á toppnum, eins og er, okkar maður Dennis Hedström. Við eigum líka markaskorara sem eru að gera góða hluti en sem betur fer eigum við ekkert svo marga þegar kemur að mínútum í refsiboxinu. Í + og - er staðan ekki síður glæsileg. Liðið er því að gera ágætishluti og vonandi verður áframhald á því. Á morgun leikum við gegn Spánverjum sem hafa verið í brasi á mótinu en eru með gott lið. Þeir náðu jafntefli við Kínverja en rétt einsog við töpuðu þeir vítakeppninni. Í dag töpuðu Spánverjar svo gegn heimamönnum frá Ástralíu með 5 mörkum gegn 3 eftir að hafa verið einu marki yfir í byrjun þriðju lotu.

HH