Tölfræði í meistaraflokki kvenna

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Þá er komið að tölfræði meistaraflokks kvenna. Mótið hjá þeim er u.þ.b. hálfnað en Ásynjur og SR hafa þó einungis leikið fimm leiki á meðan Björninn og Ynjur hafa leikið sex. Þar sem skiptiregla milli liða er leyfð í kvennaflokki getur sami leikmaðurinn komið fyrir tvisvar, þá með sitthvoru liðinu. 

Við byrjum á markaskorurum en þar var staðan þessi:

1. Silvía Björgvinsdóttir Ásynjur 9 mörk (3 leikir).
2. Silvía Björgvinsdóttir Ynjur 9 mörk (6 leikir).
3. Flosrún Vaka Jóhannesdóttir Björninn 8 mörk (6 leikir).
4. Kristín Ingadóttir Björninn 6 mörk (6 leikir).
5. Kolbrún Garðarsdóttir Ásynjur 5 mörk (2 leikir).

Stoðsendingar líta hinsvegar svona út:

1. Flosrún Vaka Jóhannesdóttir Björninn 8 stoðsendingar (6 leikir).
2. Kristín Ingadóttir Björninn 5 stoðsendingar(6 leikir).
3. Linda Brá Sveinsdóttir Ynjur 3 stoðsendingar (2 leikir).
4. Silvía Björgvinsdóttir Ásynjur 3 stoðsendingar(3 leikir).
5. Guðrún Marín Viðarsdóttir Ynjur 3 stoðsendingar(3 leikir).

Og stigalistin lítur svona út:

1. Flosrún Vaka Jóhannesdóttir Björninn 16 stig (6 leikir).
2. Silvía Björgvinsdóttir Ásynjur 12 stig (3 leikir).
3. Silvía Björgvinsdóttir Ynjur 12 stig (6 leikir).
4. Kristín Ingadóttir Björninn 11 stig (6 leikir).
5. Thelma María Guðmundsdóttir Björninn 7 stig (6leikir).

Topp fimm listinn úr +/- lítur svona út:

1. Eva Karvelsdóttir Ásynjur 17 plúsar (5 leikir).
2. Silvía Björgvinsdóttir Ásynjur 15 plúsar (3 leikir).
3. Arndís Sigurðardóttir Ásynjur 15 plúsar (5 leikir).
4. Katrín Ryan Ásynjur 15 plúsar (5 leikir).
5. Guðrún Marín Viðarsdóttir 14 plúsar (5 leikir).


Enginn leikmaður í kvennaflokki hefur fengið stóra dóma og því enginn listi nauðsynlegur.


Topp listinn í 2ja mínútna refsingum lítur svona út:

1. Eva María Karvelsdóttir Ásynjur 8 mínútur (5 leikir).
2. Védís Valdimarsdóttir Björninn 6 mínútur (6 leikir).
3. Birna Baldursdóttir Ásynjur 4 mínútur (3 leikir).
4. Maríana Birgisdóttir Björninn 4 mínútur (3 leikir).
5. Kristín Jónsdóttir Ynnjur 4 mínútur (3 leikir).

Verið er að yfirfara markmanns tölfræði og verður henni bætt við hið fyrsta.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH