Tölfræði

Lítið hefur farið fyrir lifandi útsendingum á netinu í byrjun tímabilsins. Danska kerfið sem við höfum notast við undanfarin hefur virkað svona upp og ofan og truflanir á stundum. Þjónustan sem við fengum við kerfið hefur verið upp og ofan og hlutirnir stundum verið gerðir á allra síðustu stundu. Því var ákveðið að gefa danska kerfið upp á bátinn og leita á nýjar slóðir.

Unnið er að undirbúningi þess að taka upp nýtt kerfi og sjálfsagt kannast einhverjir við viðmótið sem verður tekið í notkun. Undirbúningurinn stendur enn yfir, skrá þarf leiki, leikmenn og dómara ásamt því að undirbúa kennslu á kerfið.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH