Tölfræði

Nú er búið að ganga frá allri tölfræði í meistaraflokki karla. Stofnaður var nýr leikmaður sem heitir "Bekkur XX" en inn í þann flokk fara allar stórar refsingar sem liðið fær á sig. Þetta er eingöngu gert til að refsmínútur liða séu réttar.

SR-ingar fara mikinn á meistaraflokki karla og því lítil breyting frá síðustu tölum nema hvað aðeins hefur dregið í sundur með Gauta Þormóðssyni og Daniel Kolar á toppnum. Ingólfur Tryggvi Elíasson hefur síðan tekið örugga forystu í flokki refsimínútusafnara með 74 mínútur í refsingu.

Einnig er búið að setja inn 4. flokks mótið sem spilað var um síðustu helgi en Ollý og hennar lið fyrir norðan stóð sig með afbriðum vel í að halda útsendingunni gangandi. Einhverjar vitleysur gætu þó verið í þessu ennþá og ef um meiriháttar vitleysu er að ræða þá reynum við að leiðrétta þær.

Næst á dagskrá er kvennaflokkurinn og vonandi verður hægt að byrja á honum fljótlega.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH