Tölfræði

Einsog við sögðum frá hérna fyrr í dag er alltaf verið að bæta og í danska kerfið. Kerfi þetta kemur til með í framtíðinni til með að sjá um allt varðandi tölfræði okkar. Leikskýrslur verða rafrænar og um leið og leik er lokið á ný uppfærð tölfræði að koma fram. Staðan akkúrat núna er sú að meistaraflokkur karla er nokkurn veginn orðinn réttur og meistarflokkur kvenna á að vera alveg réttur. Nú er verið að vinna í 2. flokki og þar gæti þetta farið að smella inn í kringum helgina. Einhverjar vitleysur eru þó á síðunni og svo virðist sem allir leikmenn Skautafélags Reykjavíkur komi tvisvar. Þannig er Egill Þormóðsson bæði markahæðstur og næst markahæðstur en þetta lagast vonandi bráðum. Með því að fara í Kampe og resultater er hægt að sjá hvaða leikir eru komnir inn í kerfið.
Við vonumst síðan til að plúsar og mínusar, þar sem þeim er safnað reglulega, bætist við síðar meir en ekki er alveg vitað hvenær það verður.

Myndina tók Kristján Maack

HH