Tölfræði

Nú fer að koma að því að ÍHÍ getur birt tölfræði úr leikjum í meistarflokki karla. Við byrjum með einfaldri töflu þar sem tíu hæstu markaskorar og stoðsendingarleikmenn eru listaðir upp. Taka verður tillit til að liðin hafa leikið mismunandi marga leiki og leikmenn innan liða einnig. En hérna kemur semsagt fyrsta taflan og vonandi kemur önnur tafla strax á morgun. Við viljum benda leikmönnum á að til að valda sem minnstum ruglingi í skráningu á tölfræði er ekki verra að þeir reyni að spila sem mest með sama númer leik eftir leik.