Tímamót

Í dag mun það eiga sér stað í fyrsta skiptið hér á landi, að tveir meistaraflokksleikir fara fram á sama tíma.  Skautafélag Reykjavíkur tekur á móti liði Narfa frá Hrísey í Laugadalnum og Björninn tekur á móti Skautafélagi Akureyrar í Egilshöllinni í Grafarvogi.  Báðir leikirnir hefjast kl. 19:00.