Tímabilið að hefjast

Nú fer tímabilið að hefjast öllu liðin komin af stað með sína starfsemi.  Skautafélag Reykjavíkur verður áfram með Ed Maggiacomo sem þjálfara og litlar breytingar verða á meistaraflokki félagsins.  Svo gott sem sami hópur Íslendinga verður áfram í eldlínunni en útlendingarnir Zdenek og Andy Luhovy hafa horfið á braut.  Mirek Krivanek er hins vegar áfram og tveir kanadískir leikmenn til viðbótar munu leika með liðinu.  
 
Björninn hefur endurheimt nokkra leikmenn sem hafa lítið látið fara fyrir sér undanfarin ár líkt og Birgi Hansen og Viktor Höskuldsson en auk þeirra er Daði Örn Heimisson fluttur heim frá Danmörku og Vilhelm Bjarnason frá Ameríku.  Sergei Zak verður áfram hjá félaginu en hann hefur verið þjálfari liðsins síðan árið 2000.  Hinn öflugi finnski markmaður Alexi Ala-lathi verður áfram hjá félaginu en hinn sænski Nordin leikur ekki  með í vetur.
 
Hjá Skautafélagi Akureyrar heldur nú Sveinn Björnsson um stjórnartaumana og er hann aðalþjálfari allra flokka.  Honum til halds og traust hefur félagið ráðið Söruh Smiley sem sjá mun um afís æfingar allra flokka og aðstoðarþjálfun yngri flokka frá 3.flokki og niður.   SA-liðið hefur tekið miklum breytingum frá síðasta tímabili og munar þar mest um Slóvakana fjóra sem hættir eru hjá félaginu en engir erlendir leikmenn hafa verið fengnir í þeirra stað, a.m.k. kosti ekki ennþá.  Engar stórar breytingar hafa orðið á íslenska leikmannahópnum en Arnþór Bjarnason hefur hengt upp skautana sína og Jón Gísla er aftur fluttur í bæinn og spilar með liðinu allt tímabilið.  Svo bíða menn og sjá hvort einhverjir leikmenn Narfa færa sig um set ef ekkert verður af veru Narfa í deildinni í vetur.
 
Liðin gætu þó tekið einhverjum breytingum þegar líða tekur á haustið en félagaskiptaglugganum vegna innlendra leikmanna lokar 30. september og vegna erlendra leikmanna 1. nóvember þannig að enn getur allt gerst.