Tim Brithen til starfa í SHL


Tim Brithen sem verið hefur yfirlandsliðsþjálfari ÍHÍ síðastliðið ár var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari HV71 en liðið spilar í efstu deildinni í Svíþjóð.

Stjórn ÍHÍ mun á næstu dögum funda með Tim um framhald starfa hans fyrir ÍHÍ og verður greint frá niðurstöðunni eins fljótt og verða má.

HH