Tilkynning


Eftirfarandi tilkynning var send fjölmiðlum:

Stjórn Íshokkísambands Íslands fundaði í morgun og ákvað að 5. leik SA og SR í úrslitum íslandsmótsins yrði frestað um óákveðin tíma.
Eins og kunnugt er kærði Skautafélag Akureyrar, Skautafélag Reykjavíkur eftir fyrsta leik félaganna í úrslitum. Íþróttadómstóll ÍSÍ hefur dæmt í málinu Skautafélagi Akureyrar í vil. Alveg ljóst er að þrátt fyrir að áfrýjunarfrestur sé ekki liðinn, þá stendur niðurstaða dómstóls ÍSÍ.
Þar með hefur Skautafélag Akureyrar unnið 3 leiki í úrslitum til Íslandsmeistara og unnið íslandsmeistaratitil. Í þessu samhengi hefur verið ákveðið að 5. leik liðanna,sem leika átti á Akureyri klukkan 18:00 í dag, frestað þar til að í ljós kemur hvort áfrýjunardómstóll ÍSÍ hnekkir fyrri dómi.
Fyrir hönd stjórnar ÍHÍ
Viðar Garðarsson
formaður