Þróunarbúðir - Vierumäki

Frá 4 - 12 júlí næstkomanid verða haldnar þróunarbúðir á vegum Alþjóða íshokkísambandsins í Vierumaki í Finnlandi. Námskeiðið er m.a. ætlað þjálfurum, liðsstjórum og tækjastjórum. Einnig þeim sem hafa áhuga á að vera leiðbeinendur fyrir þjálfara sem ætla að taka að sér að kenna byrjendum en það námskeið nefnist á ensku "National Association Learn to Play Instructors". ÍHÍ leitar nú að áhugasömum aðilum sem hefðu áhuga á að taka þátt í þessum búðum. Frekari upplýsingar um búðirnar má fá með því að senda tölvupóst á ihi@ihi.is og kynningarbréfið á búðunum má finna hér.

HH