ÞRIÐJUDAGURINN 17.04 - LEIKIR DAGSINSNú klukkan 13.00 hefst fjórði keppnisdagur á HM hér í Skautahöllinni í Laugardal.

Eftirfarandi leikir eru á dagskrá í dag:

Kl. 13.00  Nýja Sjáland - Eistland
Kl. 16.30 Serbía -  Króatía
Kl. 20.00 Ísland - Spánn

Miðað við gengi Ný-Sjálendinga hingað til ætti þeir að vera lítil hindrun fyrir Eistlendinga. Leikurinn milli Serba og Króata gæti hinsvegar orðið ansi athyglisverður enda oftar en ekki lítill vinskapur milli þessarra þjóða. Stóri leikurinn er hinsvegar viðureign Íslendinga og Spánverjasem hefst klukkan 20.00. Íslenska liðið vill að sjálfsögðu sigur til að halda sér inni í efri hluta riðilsins en Spánverjar, sem eru með fullt hús stiga, ætla sér upp um deild.

HH