Þriðjudags leikir í Hertz-deild karla 8. nóv

Hertz-deild karla í íshokkí heldur áfram með látum þriðjudagskvöldið 8. nóvember.  Skautafélag Reykjavikur mun rúlla norður fyrir heiðar og heimsækja Skautafélag Akureyrar.  Leikurinn hefst kl. 19:30 og eigum við von á hörkuspennandi leik í Skautahöllinni Akureyri.  Skautafélag Akureyrar stefnir á að blanda sér í toppbaráttu deildarinnar og heyrst hefur að Skautafélag Reykjavikur ætli sér ekki að sitja eftir og munu því mæta grimmir til leiks.  Í Reykjavik mun Björninn heimsækja UMFK Esju í Laugardalinn og hefst sá leikur kl 19:45.  Esja er enn ósigrað lið á þessari leiktíð og vermir toppsætið.  Með sigri Bjarnarins gæti staðan á toppnum breyst og er því spennandi þriðjudagskvöld framundan.

Stefnt er að því að streyma báðum leikjum hér á heimsíðu Íshokkísambandsins og einnig tölfræðilýsing (Hydra)  á sama stað.

Aðgangseyrir er kr. 1000.- Kaffi og meðlæti til sölu.  Mætum hress og kát, áfram íshokkí.

Staðan í deildinni:

Fj. Leikja Unnið OTW OTL Tap Stig
Esja 6 3 3 0 0 15
Björninn 6 3 1 1 1 12
SA 6 1 0 2 3 5
SR 6 1 0 1 4 4