Þriðji leikur um gullið í kvöld klukkan 20:00 í Laugardal

Í kvöld klukkan 20:00 leika SR og SA þriðja leik sinn í úrslitum meistaraflokks karla. SR hefur yfir í einvíginu 2-0 og dugar því sigur í kvöld til þess að tryggja sér íslandsmeistaratitil. Akureyringar hafa áður sýnt það að þeir geta bitið frá sér þó að þeir lendi undir 0-2 í þessum úrslita rimmum. Skemmst er að minnast úrslitanna 2000-2001 þegar þeir lenntu undir 2-0 í úrslitum á móti Birninum og náðu svo með seiglu að vinna 2-3.  Leikurinn í kvöld verður án efa spennandi því mikið er í húfi fyrir bæði lið. SA þarf sigur til að eiga möguleika og SR getur tryggt sér titil með sigri.