Þriðji leikur í úrslitum í kvöld í Laugardal klukkan 20:00

Þriðji leikur úrslitakeppninnar í meistaraflokki karla verður háður í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld þriðjudagskvöldið 26. apríl klukkan 20:00. Skautafélag Reykjavíkur SR tekur þá á móti Skautafélagi Akureyrar SA. SR birjaði á því að sigra í fyrsta leik liðanna 9-6, norðanmenn unnu síðan leik númer 2 sem leikin var á Akureyri 8-2. og því er staðan í einvíginu 1-1.  4. leikur liðanna verður svo á Akureyri næstkomandi föstudagskvöld klukkan 20:00. Það lið sem fyrr sigrar í 3 leikjum verður krýnt íslandsmeistari.