Þriðji leikur í úrslitum

Frá fyrsta leik liðanna
Frá fyrsta leik liðanna

Þriðji leikur í úrslitum karla fer fram í dag þegar Skautafélag Akureyrar tekur á móti Birninum. Leikurinn fer fram á Akureyri og hefst klukkan 17.00 Staðan í einvíginu er jöfn, þ.e. bæði lið hafa unnið einn leik en þrjá sigurleiki þarf til að tryggja sér titilinn. 

SA-menn voru án Sigurðar Reynissonar í síðasta leik sem glímdi við veikindi en ekki er enn vitað hvort hann verður með liðinu í dag. Bjarnarmenn verða hinsvegar án Brynjars Bergmanns sem er í leikbanni. 

Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt þá má sjá leikinn á rás N4 sem bæði er dreift í sjónvarpi en einnig á netinu.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH