Þriðja deild karla leikin á Íslandi í apríl 2006

Alþjóða íshokkísambandið IIHF úthlutaði okkur Íslendingum mótahaldi í þriðju deild karla, leikið verður í apríl 2006.

Tveir umsækjendur voru um þessa keppni, Ísland og Luxemburg og var yfirburðar stuðningur við okkur á þingi IIHF eða 79 athvæði gegn 13. Líklegt má telja að vel heppnaðar keppnir hér árin 2000 og 2004 hafi þarna mikið að segja, en mikil ánægja hefur verið með þau mót. Þetta ber að þakka þeim mikla fjölda aðila sem hafa lagt okkur lið með einum eða öðrum hætti bæði fyrirtækjum og einstaklingum.