Þrefaldi gullklúbburinn I

Við höldum áfram með þrefalda gullklúbbinn okkar en einsog við sögðum frá í síðustu viku bættust þrír Svíar við hann eftir að Detroit Red Wings tryggðu sér Stanley-bikarinn í vor. Í dag tökum við þá Svía sem eru í klúbbnum en við sögðum ekki frá síðast. Þeir eru:

Peter Forsberg (HM '92 og '98) (Stanley '96 og '01) (Ólymimpíuleikar '94 og '06).

Mats Naslund (HM '91) (Stanley '86) (Ólymimpíuleikar '94).

Fredrik Modin (HM '98) (Stanley '04) (Ólymimpíuleikar '06).

Hakan Loob (HM '87 og '91) (Stanley '89) (Ólymimpíuleikar '94).

Nicklas Lidstrom (HM '91) (Stanley '97, '98, '02 og '08) (Ólymimpíuleikar '06).

Tomas Jonsson (HM '91) (Stanley '82 og '83) (Ólymimpíuleikar '94).

Einungis þrír af þeim leikmönnum sem eru í 23 manna hópnum sem minnst var á í fyrri frétt hafa afrekað að vinna tríóið oftar en einu sinni. Einn af þeim er í þessari upptalningu en það er Peter Forsberg.

HH