Þrefaldi gullklúbburinn

Til er klúbbur meðal íshokkíleikmanna sem við kjósum að kalla Þrefaldi gullklúbburinn. Um klúbbinn má segja að auðveldara er um hann að tala en í hann að komast. Reyndar eru einungis þrjú skilyrði sem þarf að uppfylla en þau eru:

1. Hafa unnið Heimsmeistarakeppni.
2. Hafa unnið Stanley-Cup.
3. Hafa unnið gull á Ólympíuleikum.

Í klúbbnum eru á þessari stundu 22 leikmenn, þ.e. nokkurn veginn eitt íshokkílið. Þegar Detroit Red Wings tryggðu sér Stanley Cup síðastliðið vor bættust við þrír leikmenn í gullklúbbinn en þeir eru:

Henrik Zetterberg  (SWE) (HM2006) (Stanley 2008) (Ólymimpíuleikar 2006).

Mikael Samulesson  (SWE) (HM2006) (Stanley 2008) (Ólymimpíuleikar 2006).

Niklas Kronwall  (SWE) (HM2006) (Stanley 2008) (Ólymimpíuleikar 2006).

Það sýnir styrkleika svía í íshokkí að af þessum 23 leikmönnum sem eru í klúbbnum eru 9 þeirra svíar.

HH