Þjálfun.

ÍHÍ vill benda á að sambandinu hafa borist tveir dvd diskar frá IIHF er bera heitið International Coaching Symposium. Þar eru flutt erindi og einnig fara fram umræður er varða þjálfun og hvað menn sjá helst fyrir að breytist varðandi leikinn með breyttum reglum. Þess má geta að Sergei Zak og Ed Maggiacomo sóttu þennan fund. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málið og fá diskana lánaða geta sent póst á ihi@ihi.is eða hringt í Hallmund í síma 822-5338