Þjálfun

Einsog ég sagði frá hérna í síðustu viku þá er farin af stað vinna meðal allra aðalþjálfaranna hér heima hvernig bæta megi kunnáttu þeirra sem áhuga hafa á að leggja fyrir sig barnaþjálfun. Þjálfararnir hittust um síðustu helgi og munu áfram ráða ráðum sínum.

Við viljum hinsvegar líka benda áhugasömum á að hjá ÍSÍ er að fara í gang 1. stigs þjálfaranámskeið sem taka má í fjarnámi. Lesa má frétt um námskeið þetta á vef ÍSÍ en einnig er nánari kynning á þeim hér.

Einnig viljum við benda á að næstkomandi þriðjudag þann 16. sept. nk. frá kl. 12.00-13.00  verður fundur í E-sal þriðju hæðar Íþróttamiðstöðvarinnar.  Farið verður yfir nýjar áherslur fræðslusviðs í framboði námskeiða í þjálfaramenntun.  Einnig verður farið yfir tilgang og dagskrá málþingsins með aðilum frá ENGSO Youth sem verður haldið laugardaginn 27. sept. nk. en dagskrá málþingsins munum við kynna síðar.  Í lok fundarins verður gefinn tími til umræðna og fyrirspurna. Þeir sem hafa áhuga á að mæta geta sent mér póst á ihi@ihi.is.

HH