Þjálfarar unglingalandsliða



Stjórn ÍHÍ hefur gengið frá hverjir koma til með að þjálfa U20 og U18 ára landslið Íslands á komandi tímabili.



Lars Foder mun taka að sér þjálfun landsliðs skipað leikmönnum 20 ára og yngri. Lars hefur leikið með Skautafélagi Akureyrar undanfarin ár ásamt að þjálfa hjá félaginu. Í byrjun þessa tímabils tók Lars hinsvegar við liði Bjarnarins í meistaraflokki en þar mun hann verða spilandi þjálfari. Lars hefur einnig unnið með ÍHÍ því á síðasta tímabili þjálfaði hann kvennalandslið Íslands.










Vilhelm Már Bjarnason mun taka að sér þjálfun landsliðsins sem skipað er leikmönnum 18 ára og yngri en þetta er annað árið í röð sem Vilhelm er með liðið. Vilhelm sem um árabil var leikmaður Bjarnarins ásamt því að vera fyrirliði liðsins. Undanfarin tvö ár hefur Vilhelm Már stundað nám við Íþróttaháskólann í Vierumaki í Finnlandi. Í háskólanum stundar Vilhelm nám sem sérhæft er fyrir þá sem vilja leggja fyrir sig íshokkíþjálfun. Vilhelm vinnur nú við þjálfun í Austurríki.