Þjálfarar landsliða

Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Mynd: Elvar Freyr Pálsson


Stjórn ÍHÍ hefur staðfest hvaða þjálfarar koma til með að þjálfa kvennalandsliðið annarsvegar og lið skipað leikmönnum 18 ára og yngri hinsvegar. Bæði lið munu í mars næstkomandi halda til keppni á heimsmeistaramótum Alþjóða íshokkísambandsins (IIHF) Konurnar halda til Jaca á Spáni en ungmennalandsliðið heldur í langa för til Tævan. Báðir þjálfara munu vinna í nánu samráði við yfirþjálfara ÍHÍ, Tim Brithén.


Þjálfari kvennaliðsins er Sarah Smiley sem þjálfað hefur hjá Skautafélagi Akureyrar um árabil og er nú yfirþjálfari félagsins. Sarah er ekki ókunnug landsliðinu því hún þjálfaði liðið bæði árið 2007 og 2008 þegar liðið keppti á HM í Rúmeníu en síðara árið náði liðið sínum besta árangri til þessa. Sarah var einnig við stjórnvölinn 2011 þegar mótið fór fram í Reykjavík. 

 

 

Þjálfari landsliðs skipað leikmönnum 18 ára og yngri er Vilhelm Már Bjarnason yfirþjálfari í Birninum. Þetta er þriðja árið sem Vilhelm verður með liðið en hann er nú alfluttur heim eftir að hafa stundað nám við Íþróttaháskólann í Vierumaki í Finnlandi. Í háskólanum stundar Vilhelm nám sem sérhæft er fyrir þá sem vilja leggja fyrir sig íshokkíþjálfun.

 

 

 

HH