Þjálfaranámskeið.

Þegar litið er til þjálfaramála í íshokkí á Íslandi má segja að íþróttin sé bara nokkuð vel stödd. Öll félögin hafa á sínum snærum háskólamenntaða aðalþjálfara sem í námi sínu lögðu áherslu á íshokkí sem aðalgrein. Ein af þeim hugmyndum sem verið hafa í gangi er að nýta kunnáttu þessara þjálfara til að byggja upp enn frekar. Um næstu helgi munu aðalþjálfarar félaganna koma saman og leggja drög að þjálfaranásmkeiði fyrir þjálfara sem eru að taka sín fyrstu skref. Að mörgu er að hygga, t.d. þarf að ákveða hvaða námsefni verður nýtt og hvernig námskeiðið verður samtvinnað öðrum námskeiðum sem eru í gangi hjá íþróttahreyfingunni. Markmiðið er að sjálfsögðu að byggja upp hæfa þjálfara og ekki síður aðstoðarþjálfara og bæta enn við þá kunnáttu sem þegar er í íþróttinni. Námskeiðið mun verða auglýst hér á síðunni þegar fram líða stundir.

Á myndinni er John Johnston sem var gestaþjálfi í skautaskóla sem Slappskot stóð fyrir í sumar.

HH