Þjálfaranámskeið á vegum ÍSÍ

Nú fara þjálfaranámskeið ÍSÍ að fara af stað aftur.  Á fyrsta stigi menntunarinnar verða í boði helgarnámskeið og fjarnám en kennsla á 2. stigi verður með öðrum hætti eins og áður hefur verið getið um og sjá má betur í fylgiskjali.  Einnig verða í boði námskeið í skyndihjálp sem er eitt af inntökuskilyrðum fyrir nám á 2. stigi.  

Allar frekari upplýsingar um námskeiðin og þjálfaramenntun ÍSÍ eru fúslega veittar hjá:    

Viðari Sigurjónssyni
Sviðsstjóra Fræðslusviðs ÍSÍ
Glerárgötu 26 Akureyri
Sími: 460-1467 & 863-1399