Þjálfaramál landsliða

Í frétt á heimasíðu Alþjóða íshokkísambandsins kemur fram að tvö þeirra liða sem leika með karlaliði Íslands í riðli á HM hafa ráðið til sín nýja þjálfara. Þetta eru annarsvegar kínverjarog hinsvegar eistlendingar. 

Íslenska liðið hefur á síðustu tveimur mótum sem það hefur tekið þátt í leikið á móti kinverjum og lotið í lægra haldi í bæði skiptin. Leikirnir hafa þó verið jafnir því fyrri leikurinn, sem leikinn var í Ástralíu, lauk með framlengingu og vítakeppni. Í þeim síðari sem leikinn var Novi Sad í Serbíu á þessu ári náðu kínverjar að knýja fram sigur með gullmarki í framlengingu þegar örfáar sekúndur voru eftir.
En aftur að þjálfaramálum kinverjanna en til starfsins var valinn hvít-rússinn Andrei Kovalev sem leikið hefur með landsliðum gömlu sovétríkjanna en einnig með landsliði Hvíta-Rússlands. Ásamt því að þjálfa kínverska landsliðið mun Kovalev þjálfa kínverskt félagslið.

Eistlendingar voru að flestra áliti með besta liðið í Novi Sad í maí sl. Þeir voru hinsvegar ekki tilbúnir í fyrsta leikinn sinn í riðlinum sem var gegn heimamönnum serbum. Leikurinn var þó æsispenndandi og endaði í framlengingu og vítakeppni.
Eistarnir fóru þá leið í þetta skiptið að leita til finna og urðu þeir Ismo Lehkonen og Jukka Ropponen fyrir valinu. Þarna eru engnir meðalmenna á ferð því Ismo hefur m.a. þjálfað hjá finnska stórliðinu Jokerit. Jukka var hinsvegar hjá ZSC Lions Zurich en það lið vann eimitt CHL titilinn á síðasta ári.

Bæði þessi lið mæta því vel undirbúin til leiks á HM 2010 sem fer fram í Tallin í Eistlandi í apríl á næsta ári.

HH