Það styttist í jólafrí

Það er óðum að styttast í jólafrí hjá hokkímönnum. Í kvöld klukkan 19.00 fer fram síðasti leikurinn fyrir jól þegar lið Bjarnarins og SR mætast í Egilshöll í 2. flokki karla. Bjarnarmenn eru með feykisterkt lið í flokknum á meðan SR-ingar sem eru núverandi íslandsmeistarar þar eiga á brattann að sækja.

Þegar í jólafríið er komið er gott að nýta tímann til að fara yfir reglurnar en á youtube vefnum má finna helstu áhersluatriði sem gefin vorum dómurum fyrir veturinn. Einnig má á vef IIHF í dag finna athyglisverða frétt þar sem fjallað er um ákeyrslu á höfuð eða háls. Allt eru þetta atriði sem gott er fyrir hokkíspilara að rifja upp meðan þeir fá sér mátulegan skammt af jólasteikinni. 

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH