Tap fyrir Mexíkó 3 - 8 (2-2)(1-3)(0-3)

Því miður þá töpuðu okkar drengir fyrir Mexíkó, liðið var að spila illa og náði sér aldrei á strik eftir fyrsta leikhluta. Þetta eru verulega svekkjandi niðurstöður og nú veltur það á kvöldleiknum milli Ungverja og Rúmena hvort að við höldum sæti okkar í deildinni. Gallinn er að Ungverjar eru búnir að vinna mótið og tryggja sér sæti í 1. deild að ári þannig að fyrir þá skiptir leikur kvöldsins engu máli á meðan að Rúmenar þurfa á sigri að halda. Ef það gerist að Rúmenar sigri þá erum við fallin um deild. þannig að  nú verða strákarnir að bíða og vona að Ungverjar haldi uppteknum hætti og sigri örugglega.