SUNNUDAGURINN 15.04 - LEIKIR DAGSINS



Nú klukkan 13.00 hefst þriðji keppnisdagur á HM hér í Skautahöllinni í Laugardal.

Eftirfarandi leikir eru á dagskrá í dag:

Kl. 13.00  Spánn - Serbía
Kl. 16.30 Króatía - Nýja Sjáland
Kl. 20.00 Eistland - Ísland

Leikurinn milli Spánverja og Íslendinga er athyglisverður fyrir þær sakir að úrslita hans geta skipt máli fyrir íslenska liðið þegar líður á mótið og því full ástæða fyrir áhugamenn að mæta á hann. Stóri leikurinn er hinsvegar viðureign Eistlands og Íslands sem hefst klukkan 20.00. Bæði lið eru í góðri stöðu með fullt hús stiga en til að tryggja íslenska liðinu sem mestan stuðning viljum við sjá fullt hús í kvöld.

Fyrir þá sem ekki eiga heimangegnt má sjá leikina á mbl.is sem heldur úti góðri síðu um mótið en einnig eru leikirnir í beinni netútsendingu á rúv.is

Sjáumst í Laugardalnum.

HH