Styrkleikaröðun

Nú hefur Alþjóða íshokkísambandið (IIHF) gefið út styrkleikaröðun á hluta þeirra landa sem taka þátt í HM-mótum þeirra á nk. ári. Að sjálfsgöðu vantar enn röðunina á liðin i efstu deild þar sem keppnin þar stendur nú yfir í þessum skrifuðu orðum. En lítum nánar á það sem lesa má út úr töflunni frá IIHF. Ánægjulegu fréttirnar eru þær að íslenska liðið hækkar sig um þrjú sæti á listanum en svo ofarlega hefur liðið aldrei komist áður. Þessu er mest að þakka góður árangur liðsins í Novi Sad á nýliðnu HM-móti.

Ef við tökum út liðin í 2. deild þá lítur röðin svona út:

1. Ástralía
2. Rúmenía
3. Eistland
4. Belgía
5. Spánn
6. Kína
7. Ísland
8. Búlgaría
9. Mexíkó
10. Ísrael
11. Nýja-Sjáland
12. Tyrkland

Íslenska liðið er komið um miðja deild sem verður að teljast góður árangur hjá liði sem árið 2006 var í þriðju deild.

Þegar kemur að niðurröðun í riðla fyrir næsta HM sem haldið verður 2010 gæti hún orðið á þennan hátt:

A-riðill B-riðill
Ástralía Rúmenía
Belgía Eistland
Spánn Kína
Búlgaría Ísland
Mexíkó Ísrael
Tyrkland Nýja-Sjáland
Við viljum þó taka fram að enn er þetta fyrirvörum háð en eins og staðan er í dag er þetta líklegasta niðurstaðan. Breyting á styrkleikaröðun eins liðs gæti þó breytt miklu þessu dæmi en endanlega niðurstaða ætti að vera komin um 10 maí nk.

Myndin er í eigu Péturs Maack.

HH