Streethokkí

Það hefur ekki verið mikið um streethokkí hérna á klakanum en þó alltaf eitthvað. Helgi Páll Þórisson var lengi vel, og er sjalfsagt ennþá, mikill áhugamaður um þetta og alltaf er eitthvað um að menn taki leik. Ég rakst á frétt á heimsíðu Bjarnarins um að Flosrún Vaka sem hefur verið að spila í Danmörku undanfarin ár hafi tekið þátt í móti og það væri gaman að heyra af ef einhvejir ætla að prófa þetta eitthvað í sumar.

HH