Strákarnir á heimleið frá Vierumaki

Þá er æfingabúðunum í  Vierumaki lokið og strákarnir okkar eru á heimleið, alls voru það 365 þáttakendur frá 47 löndum sem að tóku þátt í þessum æfingabúðum Alþjóða Íshokkísambandsins.

Siggi og Gunnar stóðu sig með mikilli prýði, í tölvupósti sem að kom frá Sergei kemur fram að þeir báðir hafa verið vel yfir meðallagi í öllum þrek og færnisprófum sem að þeir fóru í, og í alla staði verið góðir fulltrúar Íslands.  Hér með eru ljósmyndir sem að Sergei tók af strákunum úti.