STF-samningar.

Nú þegar eru farnar að berast skrifstofu ÍHÍ beiðnir um STF-samninga,  þ.e. samningar um tímabundin félagaskipti. ÍHÍ stefnir að því að bæði hægt verði að sækja um STF-samninga og svo venjulega félagaskipti rafrænt á heimasíðu ÍHÍ og þannig mega gera ferlið öruggara og  auðveldara. ÍHÍ ásamt aðildarfélögunum hefur einnig verið að vinna í úrslitakerfinu og segja má að þeir hlutar kerfisins sem lúta að leikskýrslum og beinum lýsingum sé farinn að virka mjög vel. Allar þessar umbætur hafa verið kostaðar af góðum hagnaði sem kemur af sölu á landsliðsbúningum vestur um haf en ÍHÍ hefur ráðist í stórátak í þeim málum. Við viljum að sjálfsögðu einnig þakka Claus og Helga Páli fyrir veitta aðstoð.

HH