Stelpuhokkídagurinn

2017 WORLD GIRLS' ICE HOCKEY WEEKEND
2017 WORLD GIRLS' ICE HOCKEY WEEKEND

Alþjóðlegi stelpu-hokkídagurinn verður á sunnudaginn og verður opið hús í tveimur skautahöllum fyrir allar stelpur.

 

  • Sunnudagurinn 8. október
  • Skautahöllin í Laugardal, kl. 13-14
  • Skautahöllin á Akureyri,  kl. 13-15

 

Allar stelpur velkomnar og já líka drengir, mæður, pabbar og systkini.  Fjölmennum, prófum barna hokkí og höfum gaman að.

Íshokkí kvenna er ein mest vaxandi íþrótt í heiminum.  Nú er tækifæri fyrir allar stelpur að prófa íshokkí.  Hér verður kynnt grunnatriði í íshokkí í jákvæðu, skemmtilegu og öruggu umhverfi.  Tækifæri til að kynnast nýjum vinum sem endist ævilangt.  Sjáumst um helgina.

Allir aldurshópar velkomnir.