Stelpuhokkídagurinn

Stelpuhokkídagur IIHF var haldinn hátíðlegur á Íslandi þann 11. október sl. og var mikið um að vera bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Í Reykjavík var haldinn alþjóðlegur kvennaleikur á vegum Alþjóðaíshokkísambandsins (e. IIHF‘s Girls Global Game) í Egilshöll. Þarna mættust
stelpur á aldrinum 6-57 ára en þær yngstu spila í SR og Birninum og þær elstu voru þátttakendur í alþjóðlegu móti Ice Cup sem fer fram árlega í Egilshöll. Allar höfðu þær gaman af og skapaðist skemmtileg stemning meðal keppenda og áhorfenda sem fylltu um þriðjung af
stúkunni. Liðin skiptust í blátt og hvítt og um allan heim spiluðu hvít og blá lið í þrjá daga. Lokatölur voru 106- 83 fyrir bláa liðið. Leikurinn okkar fór 2-1 fyrir bláa liðinu og skoruðu Pauline Luukkanen og Guðrún Katrín Gunnarsdóttir fyrir bláar og Iðunn Ólöf Berndsen fyrir hvíta liðið.  Hér má sjá umfjöllun MBL um alþjóðaleikinn.


Þann sama dag var haldinn stelpuhokkídagur á Akureyri og var þátttakan fram úr öllum vonum. Allsvoru um 70 stelpur sem komu og skautuðu með okkur og þar af 30 stelpur sem voru að prófa hokkí í fyrsta skipti. Þær sem voru að koma og prófa fengu lánaða skauta, hjálma, kylfur og hanska. Á ísnum stóð Sarah Smiley fyrir léttum æfingum og leikjum þar sem kennd var grunntækni íþróttarinnar. Stelpunum stóð til boða að fá mynd af sér með landsliðsleikmönnum og eftir ístímann var boðið upp á heitt kakó og kökur.

Hér má sjá umfjöllun um stelpuhokkídaginn á vef Alþjóða Íshokkísambandsins.

Ef þið langar að koma og prófa hokkí, eða ef þú þekkir einhverja stelpu sem langar að koma og prófa þá getur þú haft samband við félögin hér:

Skautafélag Akureyrar: Sarah Smiley – hockeysmiley@gmail.com

Skautafélagið Björninn: Ingibjörg Hjartardóttir – ingibjorggh@gmail.com

Skautafélag Reykjavíkur: Erla Guðrún – erlagj93@gmail.com

Myndir: Gunnar Jónatansson og Elvar Freyr Pálsson

Kvennanefnd ÍHÍ