Stelpuhokkídagurinn

Á sunnudaginn verður haldin kynning fyrir stelpur á íshokkí frá klukkan 11:45-12:45 í Egilshöll. Stelpur á öllum aldri eru velkomnar.

Nú þegar sjá má bleika litinn prýða hinar ýmsu hluti vegna átaks Krabbameinsfélagsins er ekki úr vegi að minna á að næstu tvær helgar verður stelpuhokkí gert hátt undir höfði. Um helgina er það Egilshöllin sem verður miðpunktur fyrir stelpur og íshokkí. Kanadíski landsliðsmarkvörðurinn Sami Jo Small er mætt aftur í heimsókn en hún hefur unnið til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikum ásamt því að verða heimsmeistari með liði Kanada fimm sinnum. Hún verður með kynningu fyrir stelpur og leiðbeinir á markmannsæfingu.

Kvennalandsliðið mun koma saman til æfinga og keppni og þar með hefja undirbúning sinn fyrir þátttöku í HM á Spáni í apríl á næsta ári. 
Afgangnum af helginni verður svo eytt í mótahald og keppni liða frá Kanada, Bandríkjunum og Þýskalandi auk fjögurra íslenskra liða en leikirnir eru hluti af Iceland International Ice Hockey Cup. Íslensku liðin eru meistaraflokkslið Skautafélags Reykjavíkur, Valkyrjur frá Akureyri, lið landsliðskvenna sem leikið hafa með með íslenska landsliðinu síðastliðin tvö ár og síðan lið allra sem keppa að því að komast í landsliðið. Samtals eru þetta um 130 konur og telja má nokkuð víst að þetta er mesti fjöldi kvenna sem spilað hefur á einu og sama mótinu á Íslandi.

Dagskrá æfinganna og leiksins fyrir kvennalandsliðið sem fer fram á föstudeginum í Egilshöll og er eftirfarandi:

6:45 mæting á landsliðsæfingu

7:30-8:30 landsliðsæfing

8:30-9:15 markmannsæfing með Sami Jo Small

9:30-10:30 Íslenska landsliðið gegn all star Canadians

HH