Starfið

Fyrir u.þ.b. tveimur vikum síðan vakti ég m.a. athygli á frétt af heimasíðu SR-inga þar sem foreldrar voru hvattir til að koma að starfi félagsins með einum eða öðrum hætti. Nú er ástæða til að benda á að foreldrafélag íshokkídeildar Bjarnarins auglýsir á heimsíðu félagsins aðalfund sinn. Ég hvet sem flesta foreldra í öllum félögum til að taka þátt í starfseminni og reyna að efla hana á allan mögulegan hátt, félaginu til heilla.

Þegar kemur að barna og unglingastarfinu eru æfingar og keppni það sem besta árangrinum skilar. Hinsvegar er líka nauðsynlegt að breyta til frá hinu fastmótaða æfingartímabili og brydda uppá einhverju skemmtilegu einsog sjá má að skautadeildir SR, eru í sameiningu að gera hér.

HH