Staðan í meistaraflokki karla

Frá leik Bjarnarins og SR í vikunni
Frá leik Bjarnarins og SR í vikunni

Þegar langt er liðið á tímabilið er ekki úr vegi að skoða hvernig staðan er í meistaraflokki karla. Á tölfræði síðunni okkar hefur tölfræði einstakra liða (Player Statistics by Team) verið uppfærð. Baráttan um sæti í úrslitum er hörð milli þriggja liða en Víkingar eru þó í bestu stöðunni á toppnum, með átta stiga forskot á Björninn sem kemur næstur. Þremur stigum á eftir koma svo SR-ingar og restina rekur svo Esjan. Allt getur þetta þó enn breyst töluvert því hvert lið á eftir að leika sex leiki og því átján stig enn á lausu.

Lítum þá á leikina sem Víkingar eiga eftir:

Heima
31/1/2015    SA  Björninn
3/3/2015      SA  Esjan
7/3/2015      SA  SR

Úti
10/2/2015     Björninn  SA
20/2/2015     SR  SA
21/2/2015     SR  SA

Björninn, sem kemur næstur á hinsvegar þessa leiki eftir:

Heima
17/2/2015    Björninn  Esjan
21/2/2015    Björninn  Esjan
10/2/2015    Björninn  SA

Úti
31/1/2015    SA  Björninn
3/3/2015      SR  Björninn
7/3/2015      Esjan  Björninn

Hjá SR er staðan hinsvegar þessi:

Heima

13/2/2015    SR  Esjan
20/2/2015    SR  SA
21/2/2015    SR  SA
3/3/2015      SR  Björninn

Úti
31/1/2015    Esjan  SR
7/3/2015      SA  SR

Þrátt fyrir að Esjan eigi ekki tölfræðilega möguleika á að komast í úrslitakeppnina að þessu sinni geta þeir enn sett strik í reikning þeirra sem berjast um sæti. Það eru því spennandi tímar framundan í deildarkeppninni og langt frá því að úrslitin séu ráðin.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH