Staðan í meistaraflokki karla


Frá leik SR og Bjarnarins sl. þriðjudagskvöld                                     Mynd: Sigrún Björk Reynisdóttir

Segja má að staðan í meistaraflokki karla sé æsispennandi þótt línur séu eitthvað farnar að skýrast eftir leik SR og Bjarnarins á þriðjudagskvöld.

Staða þriggja efstu liða er nú þessi:

Lið                Leikir    Markahlutfall        Stig  

SR                  12           +8                         29
Björninn        15            -9                         29
Víkingar         12           +1                         23

Samkvæmt reglugerð ÍHÍ um íslandsmót telja mörk liðs, sem slakasta árangri nær innan sama félags, ekki með í markatölu.

Markahlutfallið er því einsog sést í töflunni hér að ofan. 

Ef við tökum hvert liðanna fyrir sig þá lýtur staðan svona út: 

SR - Liðið er nánast öruggt í úrslit en tölfræðilegir möguleikar eru á að liðið komist ekki þangað. Til að það gerist þarf liðið að tapa öllum fjórum leikjunum sem það á eftir og markahlutfall þess að fara niður í -10 mörk. Liðið hefur nú 80% stigahlutfall.

Björninn - Liðið getur að hámarki tryggt sér 32 stig þar sem liðið á einungis einn leik eftir. Markahlutfall liðsins mun ekki breytast þar sem sá leikur heyrir undir fyrrnefndu regluna hér á undan. Liðið hefur nú 64,4% stigahlutfall.

Víkingar - Liðið getur að hámarki náð sér í 35 stig en liðið á fjóra leiki eftir. Víkingar mega því við að tapa einum leik svo lengi sem markahlutfall þeirra er hagstæðara en hjá Birninum. Liðið hefur nú 63,8% stigahlutfall.

Við birtum frétt hér nýlega um hvaða leikir væru eftir af mótinu og með því að fara í hana geta lesendur velt fyrir sér hvað gerist við úrslit einstakra leikja.

HH/ÓRÓ