SR - Ynjur umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Skautafélag Reykjavíkur og Ynjur mættust tvívegis um liðna helgi og fóru leikirnir fram í Laugardalnum á laugar- og sunnudegi.

Fyrri leiknum lauk með sigri Ynja sem gerðu tíu mörk gegn fjórum mörkum SR-kvenna. SR-konur sem átt hafa á brattann að sækja þetta tímabiliði náðu að þessu sinni að halda nokkuð í við Ynjur sem þó komust i fjögurra marka forystu áður en lotan var hálfnuð. Þrjú markanna átti Silvía Björgvinsdóttir en Harpa Benediktsdóttir það fjórða. Kristín Ingadóttir, sem lék sem lánsmaður hjá SR-konum minnkaði muninn fyrir SR-konur. Fyrrnefnd Silvía var hinsvegar fljóta að auka hann aftur en lokaorð lotunnar átti Alda Kravec fyrir SR-konur og staðan því 2 - 5 eftir fyrstu lotu.
Næstu  tvær lotur voru öllu jafnari hvað markaskorun áhrærði en að lokinni annarri lotu höfðu Ynjur bætt við þremur mörkum en SR-konur laumuðu einu marki á milli þeirra og staðan því 3 - 8.
Fljótlega í þriðju og síðustu lotunni bætti Silvía við tveimur mörkum en Alda Kravec átti síðasta orðið í leiknum um leið og hún fullkomnaði þrennu sína.

Mörk/stoðsendingar SR:
Alda Kravec 3/0
Kristín Ingadóttir 1/0
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 0/2
Erla Jóhannesdóttir 0/1
Sigríður Finnbogadóttir 0/1

Refsingar SR: 12 mínútur.

Mörk/stoðsenidngar Ynjur:

Silvía Björgvinsdóttir 7/0
Kolbrún Garðarsdóttir 2/0
Harpa Benediktsdóttir 1/0
Berglind Leifsdóttir 0/2
Teresa Snorradóttir 0/2
Guðrún Marín Viðarsdóttir 0/1

Refsingar Ynja: 6 mínútur.

Ynjur unnu nokkuð öruggan sigur í síðari leik sínum á móti SR á sunnudagsmorgninum en leikurinn endaði með því að þær gerðu tíu mörk gegn einu marki SR-kvenna.
Það var þó ágætis jafnvægi í fyrstu tveimur lotunum en þær Silvía Björgvinsdóttir, Kolbrún Garðarsdóttir og Guðrún Viðarsdóttir komu Ynjum þremur mörkum yfir áður en Flosrún Vaka Jónhannesdóttir minnkaði muninn fyrir heimakonur. Silvía Björgvinsdóttir bætti síðan í forskot Ynja um miðja aðra lotu þegar þær nýttu sér að vera með yfirtölu á ísnum en þetta var jafnframt eina mark lotunnar.
Í þriðju lotunni fór hinsvegar að halla undan fæti hjá heimakonum og það nýttu Ynjur sér með því að gera fimm mörk og stigin þrjú því þeirra.

Mörk/stoðsendingar SR:
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 1/0
Sigríður Finnbogadóttir 0/1

Refsignar SR: 8 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Ynjur:
Silvía Rán Björgvinsdóttir 4/1
Guðrún Marín Viðarsdóttir 3/0
Berglind Leifsdóttir 1/0
Kolbrún Garðarsdóttir 1/0
Teresa Snorradóttir 0/2
Stefanía Kristín 0/1

Refsingar Ynja: 8 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH