SR - Ynjur umfjöllun

Í gærkvöld léku  Skautafélag Reykjavíkur og Ynjur í meistaraflokki kvenna. Leiknum lauk með sigri Ynja sem gerðu sex mörk gegn engu marki SR-stúlkna. Ynjur hafa verið á ágætis siglingu en  þær hafa einungis tapað einum leik en það var gegn Ásynjum. SR-stúlkur eru hinsvegar í uppbyggingarstarfi en liðið nýtti sér reglugerð sem leyfir nýju liði að fá til sín fjóra lánsmenn í leikjum.

Ynjur hófu að sækja strax í fyrstu lotu og áður en hún var á enda höfðu þær gert þrjú mörk. Fyrstu tvö mörkin átti Diljá Sif Björgvinsdóttir en systir hennar Syvía Rán skoraði þriðja markið.

Í annarri lotunni bættu Ynjur við tveimur mörkum  og sáu auk þess til að Margrét Arna Vilhjálmsdóttir hefði ærinn starfa í markinu. Fyrra markið átti Anna Sonja Ágústsdóttir en það síðara Silja Rún Gunnlaugsdóttir.

Einugis eitt mark var skorað í síðustu lotunni og það átti fyrrnefnd Anna Sonja en stoðsendinga átti Védís Áslaug Valdimarsdóttir.

Refsingar SR: 14 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Ynjur:

Diljá Sif Björgvinsdóttir 2/1
Anna Sonja Ágústsdóttir 2/0
Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/1
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 1/0
Védís Áslaug Valdimarsdóttir 0/2
Díana Mjöll Björgvinsdóttir 0/1
Guðrún Marin Viðarsdóttir 0/1

Refsingar Ynjur: 10 mínútur

HH