SR - YnjurSíðast liðið föstudagskvöld léku í meistaraflokki kvenna lið Skautafélags Reykjavíkur og Ynjur. Leiknum lauk með sigri Ynja sem gerðu fimmtán mörk gegn engu marki Ynja.

Einsog tölurnar gefa til kynna höfðu Ynjur nokkurra yfirburði í leiknum en það var sérstaklega í miðlotunni sem SR-konur áttu undir högg að sækja. Lotur leiksins fóru 0 - 4, 0 - 8 og 0 - 3.

Athygli vakti að mæðgin spiluðu leikinn, en sem nýlegu félagi í kvennahokkí er SR-ingum heimilt að fá lánsleikmenn til að styrkja lið sitt. Að þessu sinni styrktu þeir liðið  með Einari Degi Ómarssyni en móðir hans Bára Einarsdóttir leikur einnig með liðinu. 

Refsingar SR: 8 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Ynjur:

Diljá Sif Björgvinsdóttir 4/0
Arndís Eggerz Sigurðardóttir 2/4
Linda Brá Sveinsdóttir 2/0
Thelma María Guðmundsdóttir 2/0
Guðrún Marin Viðarsdóttir 2/0
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 1/4
Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/2
Hrönn Kristjánsdóttir 1/1
Elise Marie Valjots 0/1

Refsingar Ynjur: 4 mínútur

HH