SR - Víkingar umfjöllun

Úr leik liðanna fyrr í vetur
Úr leik liðanna fyrr í vetur

Skautafélag Reykjavíkur og Víkingar áttust við síðastliðið laugardagskvöld. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu fjögur mörk gegn tveimur mörkum SR-inga í jöfnum og nokkuð spennandi leik. Bæði lið hafa verið aðeins að styrkjast undanfarið. Egill Þormóðsson var með SR-ingum og Jón Benedikt Gíslason er kominn aftur í sinn heimabæ, Akureyri.

Zdenek Prochazka kom SR-ingum yfir um miðja fyrstu lotu þegar þeir nýttu sér að vera manni fleiri á ísnum. Víkingar voru hinsvegar fljótir að svara fyrir sig um hálfri mínútu síðar hafði varnarmaðurinn Ingólfur Tryggvi Elíasson jafnað fyrir þá metin. Guðmundur Þorsteinsson sá hinvsegar til þess að SR-inga væru yfir þegar kom að leikhléi með marki á 14. mínútu lotunnar og staðan 2 – 1 heimamönnum í vil.

Önnur lota var frekar tíðindalítil en jafnræði var með liðunum en ekkert mark var skorað og aðeins einn tveggja mínútna dómur var dæmdur.

Sú þriðja var um það bil hálfnuð þegar Víkingar nýttu sér að vera manni fleiri á ísnum en markið skoraði Ben DiMarco.  Víkingar komust síðan yfir þegar fyrrnefndur Ben nýtti sér slæm varnarmistök SR-inga. Það var síðan Björn Már Jakobsson sem innsiglaði sigur Víkinga skömmu fyrir leikslok þegar þeir nýttu sér að vera manni fleiri á ísnum.

Mörk/stoðsendingar SR:

Zdenek Prochazka 1/0
Guðmundur Þorsteinsson 1/0
Daníel Steinþór Magnússon 0/1
Egill Þormóðsson 0/1

Refsingar SR: 10 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Víkinga:

Ben DiMarco 2/0
Björn Már Jakobsson 1/0
Ingólfur Tryggvi Elíasson 1/0
Andri Freyr Sverrisson 0/2
Jón Benedikt Gíslason 0/1
Stefán Hrafnsson 0/1

Refsingar Víkinga: 12 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH