SR - Víkingar umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

SR-ingar mættu Víkingum á íslandsmóti karla í gærkvöldi . Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu fjögur mörk gegn einu marki SR-inga.
Gestirnir í Víkingum sóttu töluvert meira allan leikinn og Ævar Þór Björnsson markvörður SR-inga hafði því ærinn starfa. Það var ekki fyrr en á fjórtándu mínútu fyrstu lotu sem sóknir Víkinga báru árangur. Þar var á ferðinni Ben DiMarco. Þannig var staðan allt þangað til innan við mínúta var eftir af annarri lotu en þá jafnaði Pétur Maack leikinn eftir sendingu frá Milos Racansky.  Fljótlega í þriðju lotu komu þeir Andri Freyr Sverrisson og Ben DiMarco Víkingum í 1 – 3 forystu. Skömmu síðar fékk Pétur Maack gullið tækifæri til að minnka muninn fyrir SR en Rett Vossler markmaður Víkinga átti góða vörslu. Skömmu síðar kláraði innsiglaði Björn Már Jakobsson sigur Víkinga með góðu langskoti..

Mörk/stoðsendingar SR:

Pétur Maack 1/0
Milos Racansky 0/1

Refsingar SR: 18 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Víkinga:

Ben Di Marco 2/0
Andri Freyr Sverrisson 1/0
Björn Már Jakobsson 1/0
Stefán Hrafnsson 0/2
Jóhann Már Leifsson 0/1
Ingólfur Tryggvi Elíasson 0/1

Refsingar Víkinga: 8 mínútur.

Mynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson

HH