SR - Víkingar umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Víkingar sóttu Skautafélag Reykjavíkur heim sl. föstudagskvöld og lauk leiknum með sigri Víkinga sem gerðu fjögur mörkum gegn tveimur.

Það voru Víkingar sem sóttu töluvert meira í leiknum og þá sérstaklega í tveimur fyrstu lotunum. Sigurður S. Sigurðsson kom þeim yfir á þriðju mínútu fyrstu lotu en Tómas Tjörvi Ómarsson jafnaði metin fyrir SR-inga rétt fyrir lotulok.

Rétt fyrir miðbik annarrar lotu misstu bæði liðin mann af velli og það náðu Víkingar að nýta sér þegar Lars Foder kom þeim yfir. Skömmu síðar voru Víkingar manni fleiri á svellinu og þá kom Stefán Hrafnsson þeim í tveggja marka forystu en lengra komust Víkingar ekki í þeirri lotunni og staðan 1 – 3 þeim í vil.

Andri Már Mikaelsson bætti svo við marki fyrir Víkinga þegar lotan var rúmlega hálfnuð en skömmu fyrir leikslok minnkaði Gauti Þormóðsson muninn fyrir SR-inga.   


Mörk/stoðsendingar SR:

Tómas Tjörvi Ómarsson 1/0
Gauti Þormóðsson 1/0
Egill Þormóðsson 0/1

Refsingar SR: 45 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Víkingar:

Stefán Hrafnsson 1/1
Lars Foder 1/1
Andri Már Mikaelsson 1/0
Sigurður Sigurðsson 1/0
Jóhann Már Leifsson 0/1
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Andri Freyr Sverrisson 0/1

Refsingar Víkinga: 12 mínútur.

HH