SR - Víkingar umfjöllun


Frá leik SR og Víkinga síðastliðið föstudagskvöld                                            Mynd Sigrún Björk Reynisdóttir

Skautafélag Reykjavíkur og Víkingar áttust við í meistaraflokki  í næstsíðasta leik íslandsmótsins sl. föstudagskvöld. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu 6 mörk gegn 5 mörkum Víkinga.  Eins og fram hafði komið hér á síðunni þurftu  Víkingar á sigri að halda úr leiknum, ásamt því að vinna Húna um komandi helgi,  til að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina þetta árið. Lengi vel í leiknum leit út fyrir að Víkingar ætluðu að ná þessu markmiði en lokalotan varð þeim dýrkeypt. Það verða því SR  og Björninn sem leika til úrslita þetta árið en það er í fyrsta skipti sem þessi lið mætast í úrslitum.

Fyrsta lotan var markalaus allt fram á 17. mínútu en þá misstu bæði lið mann útaf á svipuðum tíma og spiluðu því 4 – 4. Víkingar voru fyrri til að nýta sér það þegar Orri Blöndal skoraði fyrir þá en Gauti Þormóðsson jafnaði hinsvegar fyrir SR-inga á sömu mínútu. Stuttu síðar voru Víkingar manni fleiri og Björn Már Jakobsson  kom þeim í 1 – 2 og þannig var staðan í lotulok.

Strax í byrjun annarrar lotu jafnaði Daniel Kolar metin fyrir SR-inga en það var skammgóður vermir því Víkingar áttu þrjú næstu mörk lotunnar. Lars Foder fór þá mikinn og gerði tvö mörk og átti stoðsendinguna í þriðja markinu sem Guðmundur Guðmundsson gerði og staðan því 2 – 5 Víkingum í vil í lotu lok.

Byrjun Víkinga í 3ju lotunni var hinsvegar erfið, því að þeir hófu hana með tvo menn í refsiboxinu og Robbie Sigurdson minnkaði muninn fyrir SR-inga rétt í þann mund sem Víkingar fengu fyrri manninn inná. Á næstu tíu mínútum gerðu SR-ingar síðan þrjú mörk til viðbótar og breyttu stöðunni í 6 – 5. Fyrrnefndur Robbie Sigurdson átt tvö þeirra en þriðja markið átti Egill Þormóðsson.

Að leik loknum tóku SR-ingar á móti deildarmeistarabikarnum  og við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með hann.

Einn leikur er eftir í deildinni en það er leikur Húna og Víkinga sem fram fer um næstu helgi. Eftir það tekur úrslitakeppnin við en við greinum nánar frá henni síðar.

Mörk/stoðsendingar SR:

Robbie Sigurdson 3/1
Daniel Kolar 1/4
Gauti Þormóðsson 1/1
Egill Þormóðsson 1/1
Snorri Sigurbjörnsson 0/2

Refsingar SR:  22 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Víkingar:

Lars Foder 2/2
Guðumundur Snorri Guðmundsson 1/0
Orri Blöndal 1/0
Björn Már Jakobsson 0/1
Steinar Grettisson 0/1
Andri Már Mikaelsson 0/1
Ingþór Árnason 0/1

Refsingar Víkingar: 47 mínútur.