SR vann SA 4 - 3 í mfl.

Um helgina síðustu áttust við í Laugadalnum Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Akureyrar.  Heimamenn báru sigur úr býtum eftir jafnan og spennandi leik.  Staðan var 3 - 1 fyrir gestina þegar 3. lota hófst en heimamenn gerður sér lítið fyrir og unnu lotuna 3 - 0 og þar með leikinn 4 - 3.  Athygli vakt að Sarah Smiley, aðstoðarþjálfari norðanmanna fór í gallann og spilaði allan leikinn með strákunum.
Mörk SR skoruðu Daníel Kolar, Stefán Hrafnsson, Helgi Páll Þórsson og Guðmundur Björgvinsson.
Mörk SA skoruðu Tomas Fiala 2 og Guðmundur Guðmundsson.