Skautafélag Reykjavíkur bar sigurorð af UMFK Esju með fjórum mörkum gegn einu í fyrsta leik íslandsmótsins sem fram fór sl. föstudagskvöld. Leikurinn var lengi vel spennandi  en það var Miloslav Racansky  sem kom SR-ingum yfir með góðu marki snemma í leiknum. Jón Andri Óskarsson kom þeim síðan í  2 – 0 þegar stutt var eftir af lotunni. Það var samt nægur tími til að gera eitt mark í viðbót og það gerði Ólafur Hrafn Björnsson fyrir Esju eftir að hann komst einn inn fyrir vörn SR-inga. Önnur lotan var öllu rólegri hvað markaskorun varðaði því ekkert mark leit dagsins ljós í lotunni. 
 Í þriðju og síðustu lotunni náðu SR-ingar að tryggja sér stigin þrjú sem í boði voru. Robbie Sigurðsson kom þeim í 3 – 1 um miðja lotu og það var var síðan fyrrnefndur Jón Andri Óskarsson sem átti lokaorð leiksins.  
 Leikurinn gaf ágætis fyrirheit um skemmtilegt tímabil í vetur og bæði lið eiga sjálfsagt eftir að bæta enn frekar í þegar líður á tímabilið. 
 
 Mörk/stoðsendingar SR:
 
 Jón Andri Óskarsson 2/0
 Robbie Sigurðsson 1/2
 Miloslav Racansky 1/1
 Victor Andersson 0/1
 
 Refsingar SR: 10 mínútur
 
 Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
 
 Ólafur Hrafn Björnsson 1/0
 
 Refsingar UMFK Esja: 47 mínútur.
Mynd: Hafsteinn Snær
HH